Velkomin!

Hér finnur þú upplýsingar um sumarbústaðalóðir og leigu á sumarhúsum.

Kalastaðir eru einungis í 55 km fjarlægð frá Reykjavík og þangað er fært allt árið.  Frá tilkomu Hvalfjarðarganganna er lítil umferð um fjörðinn og því afskaplega friðsælt hér.  Náttúrufegurðin er mikil og frábært útsýni. Frá Kalastöðum er víðsýnt og útsýnið nær inn og út allan fjörðinn.

Við eigendur Kalastaða höfum búið hérna frá 1980 og erum þriðji ættliðurinn sem situr jörðina. Hér var áður mjólkurframleiðsla en í dag erum við með nautgripi, hesta og hunda.

6-8 manna

              

Sumarhúsalóðir

Sumarbústaðahverfið Birkihlíð er í landi Kalastaða í Hvalfirði, einungis 55 km frá Reykjavík. Kalastaðir eru norðan megin í firðinum og landið liggur í móti suðri. Svæðið er kjarri og bláberjalyngsvaxið og útsýnið er frábært inn og út fjörðinn. Þarna er skjólgott og sólar nýtur frá morgni til kvölds.

Við hönnun svæðisins var lögð áhersla á að lóðirnar væru stórar og fallegar. Einungis er leyft að planta íslenskum gróðri til að tryggja samstætt yfirbragð og ótruflað útsýni. Húsin verða að falla að náttúrinni, viðarlitir og svört þök.

Fjölbreytt afþreying er í boði í nágrenninu. Golfvöllur og veiði í Svínadal (ca. 5 km), sundlaug er á Hlöðum (ca. 2 km) og Akranes (ca. 20 km). Í Hvalfirði eru einnig margar fallegar gönguleiðir, t.d. Leggjabrjótur frá Botnsdal yfir til Þingvalla og Síldarmannagötur úr Hvalfirði yfir í Skorradal.

Smelltu á myndina til að skoða lóðirnar

Nánari upplýsingar hjá Þorvaldi í síma 663 2712, Brynju í síma 840 1225 eða kalastadir@gmail.com

MapIS