Hér finnur þú upplýsingar um sumarbústaðalóðir og leigu á sumarhúsum.
Kalastaðir eru einungis í 55 km fjarlægð frá Reykjavík og þangað er fært allt árið. Frá tilkomu Hvalfjarðarganganna er lítil umferð um fjörðinn og því afskaplega friðsælt hér. Náttúrufegurðin er mikil og frábært útsýni. Frá Kalastöðum er víðsýnt og útsýnið nær inn og út allan fjörðinn.
Við eigendur Kalastaða höfum búið hérna frá 1980 og erum þriðji ættliðurinn sem situr jörðina. Hér var áður mjólkurframleiðsla en í dag erum við með nautgripi og hesta.